Fyrir golfara, mjög gott er að panta á golfnow.com  Mikið ódýrara en að kaupa á völlunum sjálfum
Hér er svona smá umsögn um nokkra golfvelli í nágrenninu.
Golfvellir spilaðir:
Alaqua.  Frábær 4 stjörnu völlur.  40-45 mín, ekki toll road.  Hreint frábær völlur.
BlackBear, frábær völlur.  50-60 mín.  Með betri völlum.  4 Stjörnur.
ChampionsGate, góður völlur en rándýr. 1 klst keyrsla. Ekki fyrir neina kylfinga yfir 10-15 í forgjöf, mjög erfiður en flottur.
Celebration.  4-5 stjörnu völlur, 45 mín – ekki toll road.  Virkilega flottur völlur, frekar dýr og svolítið erfiður.  En frábær völlur.
Cocoa Beach Country club.  Ágætur völlur, brautir grófar, green góð.  Frábært combo, fara á ströndina kl 9, komin þangað kl 10.  Vera á ströndinni til 3 og spila svo 18 og fara heim.  Mæli með þessu
Dubsdread.  Soldið sveitó, ekki hágæðavöllur.  Gaman að spila samt.
Eagle Creek.  3-4 stjörnu völlur.  30 mín, ekki toll road.  Mjög góður völlur.
Eastwood.  3 stjörnu  völlur.  20 mín.  Góður völlur.  Umhirða misjöfn.
Fairways.  2,5 stjörnu völlur.  Góður fyrir lítinn pening.  20 mín.  Stuttur og ágæt skemmtun.  Sveitavöllur.
Golden Ocala.  Klikkaður völlur sem er erfitt að komast inn á.  Helmingur brautanna eru nákvæmar eftirlíkingar af frægustu brautum frægra valla víðsvegar í heiminum. 1,5 klst
Harmony Golf Preserve;  30 mínútur.  Langur en frábær völlur. 3+ stjörnu völlur.
Kissimme Bay Country Club.  Ágætur skógarvöllur en ekkert spes.  Mjög líkur Rio Pinar.  30 mín.
Legends.  Mjög góður völlur, ekki stuttur.  Er 4 stjörnur, á pari við Harmony.
North Shore.  3 stjörnu völlur.  30 mín, ekki toll road.  Góður völlur en umhirða misjöfn.
Ath, viðbót 2019.  Fáránlega dýr og fengum hörmulegar viðtökur þegar við komum og dónaskap, förum aldrei aftur á þennan völl.
Rio Pinar.  3 stjörnu völlur.  5 mín.   Erfiður skógarvöllur.  Ekki alltaf vel hirtur.
Rolling Hills.  2-3 stjörnur.  Illa hirtur en skemmtilegur.  40-50 mín.
Royal st. Cloud, 40 mín ekki toll road.  Með skemmtilegri völlum, frábær “Links” völlur.  4 stjörnur.
Sanctuary Ridge.  3-4 stjörnu völlur.  Mikið landslag, frábær völlur. 40-50 mín.  Umhirða stundum ekki nógu góð.
Stonegate Golf Club.  Kissimmee.  3-4 Stjörnur, flottur völlur, langt að keyra (rúmur klst) og ekki ódýr.
Stoneybrook West.  3 stjörnu völlur.  Góður völlur.  20 mín, ekki toll road.
Sweetwater, 3-4 stjörnu völlur.  Mjög góður en mjög erfiður.  Þröngur skógarvöllur.  40 mín.
Twin Rivers, 25 mín.  3-3,5 stjörnu völlur.  Erfiður en skemmtilegur.
Ventura.  Okkar völlur.  Mjög góður 3 stjörnu völlur.  Vel hirtur en aðeins of hæg spilamennska.  Stuttur.
Wedgefield.  2-3 stjörnur.  Ok en ekki meira.  20 mín.
Winter Park.  9 holu völlur.  Lélegur 1-2 stjörnur.
Winter Pines.  Par 67 völlur.  Skemmtilegur en ekki alvöru. 2 stjörnur.