SOUTHPOINTE

Eins svefnherbergja íbúð til leigu í Orlando.
3942 Atrium Dr.

Lausir tímar:  2019: 

5 maí til 2 okt  (hér þarf að skoða í hvert skipti því amerískt fyrirtæki sér um leigu á sumrin og ég þarf að athuga hvort hún sé laus í hvert skipti)

29 okt til 15 nóv  (17 dagar)

2 des til áramóta  (29 dagar plús því hún er laus eftir áramót)

Lausir tímar:  2020:

2 des 2019 til 31 jan 2020
1 maí til 31 des

Eins svefnherbergja íbúð til leigu í Íslendingahverfinu í Ventura Orlando.  Íbúðin er í Atrium drive, hús Nr 35.  Íbúðin er rúmir 60 fermetrar.

Stutt lýsing á íbúðinni; hún hefur svalir, þvottavél og þurrkara, svefnherbergi, lítið fataherbergi, eldhús og stofu. Hefur aðgang að einni skemmtilegustu sundlaug á Venturasvæðinu.  Reyndar á hverfið tvær sundlaugar, aðra hitaða en hin er einnig með heitum potti.  En svo fylgir einnig aðgangur að klúbbhúsinu sem er með líkamsræktarstöð, sundlaug og lestrarstofum og einhverju fleira.  Búið er að endurnýja mest allt í húsinu, nýjar flísar, allt nýtt í eldhúsi, nýtt baðherbergi, nýtt AC og nýmáluð.

Verð:  Vikan er á 450 usd, mánuðurinn er á 1.500 usd plús 100 usd vegna þrifa sem menn í staðinn losna líka við.  Almennt leigjum við íbúðina ekki fyrir minna en tvær vikur.  Almenna reglan er að íbúðin þarf að vera laus fyrir kl 12 brottfarardag þannig að tími vinnist til að þrífa hana.  Ef engin er að koma sama dag þá skiptir það minna máli.
Reglan er sú að fyrstur kemur, fyrstu fær.  Við tökum ekki frá nema lagt sé inn 25 þús kr staðfestingargjald, sem er trygging sem ekki fæst endurgreidd ef menn hætta við en er auðvitað fyrsta inngreiðsla á leigukostnað.  Restin má koma 1-2 vikum fyrir brottför.

Hér sést aðkoman að húsinu. (klikka á allar myndir til að sjá þær stórar)

Hér eru nokkrar myndir innan úr íbúðinni:

Gengið inn:


Stofan:

Eldhús:

Svalir

Gengið inn í svefnherbergi:

Svefnherbergi:

Fataherbergi:

Baðherbergi

Til að komast í Ventura hverfið er auðveldast (komandi frá MCO flugvellinum) að fara í litla hliðið á gatnamótum Woodgate blvd og Pershing ave  (Leiðin er; Keyrt niður á South Semoran Blvd, hægri beygja á Pershing Ave og vinstri beygja til Woodgate Blvd).  Það lokar hins vegar kl 23 á kvöldin.  Aðal hliðið er opið 24/7 en það er á gatnamótum Curryford Road og Woodgate blvd.  Þá er farin sama leið nema hægri beygja af S Semoran Blvd yfir á Curry Ford og hægri beygja af Curry Ford inn á Woodgate Blvd.

Upplýsingar sem þarf fyrir ESTA pappíra eru: (Heimilisfang)

3942 Atrium Drive, 32822, Orlando, Florida

Myndir úr stærri sundlaugargarðinum.

Gagnlegar upplýsingar fyrir notendur hússins:

Addressa – Að finna íbúðina:
Orlando, Atrium Drive (Bygging nr 35 – húsin eru merkt stórum stöfum) íbúð nr 3942

Netið:  Til að tengjast netinu þarf að finna routerinn á Wifi-inu.  Netið þarna heitir BHNTG1682GjEAF4 og BHNTG1682GjEAF4-5G (ekki öll tæki lesa -5G, sér í lagi ekki eldri tæki.  Ef bæði sjást þá er 5G hraðvirkara)  og aðgangsorðið er 5b89fc1a
Okkar reynsla er að netið er öflugt (um 110 mbsec).

Sjónvarpið

Sjónvarpið.  Við erum með Spectrum áskrift.

Hægt er að skoða dagskrá sjónvarpsstöðvanna á netinu:  http://tvexplorer.brighthouse.com./#   ZIP code 32822 ef spurt er.  Ef einhver lendir í vandræðum með að kveikja á sjónvarpinu þá eru ítarupplýsingar hér.

Sími;
Það að er sími í húsinu og er númerið 407-271-4079.  Það er ókeypis að hringja úr honum í öll númer í bandaríkjunum sem og flest allra landa heims, þar með talið Ísland.  En til að hringja til íslands er það gert svo;   Fyrst er valið 011 svo landsnúmerið 354 og svo númerið.  Ef einhverjum langar að hringja til mín til Íslands þá er það gert svo:  011-354-8985463

Bílapassi;  Við komu að svæðinu þarf að sýna leyfisbréf sem ég sendi til allra sem leigja húsið.  Síðan þarf að fara inn á „admin office“ sem er 50 metra í suður af klúbbhúsinu og sýna leyfisbréfið.  Muna að taka með sér lykla af bílaleigubílnum, Þar eru allar upplýsingar um bílinn, Þá fá menn afhent bréf sem geyma á í bílnum sem er leyfi fyrir bílnum á svæðinu og leyfi inn á svæðið.

Poolpass: Mikilvægt er að fólk hafi með sér svokallaðan “poolpass” þegar farið er út í laug.  Hann hangir á vegg, appelsínugul spjöld, þegar komið er inn í íbúðina.  Þar hangir einnig hvítt spjald sem veitir aðgang í klúbbhúsið, líkamsrækt ofl.  Sjá á mynd fyrir ofan.

Lyklar, poolpass og passi að líkamsrækt

Vinsamlegast athugið að þessi spjöld eru þörf fyrir næsta mann. Vinsamlegast skiljið þau eftir á sama stað við brottför.

Ísskápurinn er með síuðu vatni sem er að minnsta kosti eins gott og vatn sem keypt er út í búð.  Það er því alger óþarfi að kaupa vatn og bera inn – nema menn vilji það að sjálfsögðu.  Ef eitthvað er til/skilið eftir í ísskáp eða frysti þá um að gera að nota það ef áhugi er eða lyst á.

Lyklar; Það hangir eitt sett af lyklum aftan við hurðina þegar gengið er inn. Vinsamlegast skiljið þá lykla eftir á sama stað þegar íbúðinni er skilað.

Sími í hliðinu er;
407-380-5672   Ef hleypa á gestum inn á svæðið þá er heimilisfangið gefið upp ásamt “passcode” sem er 181167
Hvíta spjaldið sem lyklarnir hanga í (fyrir ofan útidyrahurð) virkar sem aðgangur að sundlaug og líkamsrækt í klúbbhúsi.

Aðrir símar sem eru mikilvægir eru:
Pro shop (til að panta rástíma á Ventura golfvellinum) 407-277-2640  og í sama húsi er veitingarstaðurinn á ventura 407-380-1822 Admin á Ventura (einungis í neyð) 407-275-7002
Kristján Ingvason , ræðismaður íslendinga í Orlando, (hann býr á svæðinu) 407-721-2416
Þórður Magnússon, eigandi hússins, 499-1234 og djk@djk.is

Reyklaust hús;  Þeir sem reykja geta samt reykt á útisvölum.
Annað; Þegar húsinu er skilað vinsamlegast stillið kælinguna á húsinu (AC- ið) á auto og á 32 gráðu hita.
Gott að vita;
Íslendingar hittast í klúbbhúsinu á miðvikudögum kl 17.

Þetta er pósthúsið, þangað kemur sumt það sem pantað er til hússins. Lykill að hólfinu er fyrir ofan útidyrahurð á íbúðinni og er númer hólfsins Nr 253

Viftan;  Það er vifta með ljósi í stofunni.  Henni er stýrt með fjarstýringu sem er á veggnum í stofunni; sjá á þessari mynd.  Það getur komið fyrir að batteríið í þessari fjarstýringu deyi en þá eru aukabatterí inn í geymslunni sem er framan við eldhúsið.

Þessi fjarstýring kveikir bæði ljós sem og á viftunni í stofunni.