Helgrindur

Helgrindur er nafn á gistingu sem við, ég og Kristján Guðmundsson, eigum og munum reka í Grundarfirði.  Það er á Grundargötu 30 og eru fyrrum bæjarskrifstofur Grundarfjarðar.

Helgrindur heita eftir hinum stórbrotnu Helgrindum ofan við Grundarfjörð.  Til gamans má geta að Helgrindur er hægt að þýða á ensku sem; Gates of Hell, og menn geta þá sagst hafa gist þar!

Herbergin verða fimm, fjögur stærri og eitt minna.  Þau munu hvert um sig fá nafn eftir því fjalli sem það snýr að.

Þessi síða er í smíðum, líkt og herbergin, þannig að til að byrja með er hér í raun ekki neitt.  Sorry, en þetta stendur til bóta,  Um leið og herbergin eru tilbúin munum við taka myndir af þeim og setja hér inn.